Hosta sieboldiana

Ættkvísl
Hosta
Nafn
sieboldiana
Íslenskt nafn
Blábrúska
Ætt
Liljuætt (Liliaceae).
Samheiti
H. fluctuans F. Maeck., H. fortunei (Baker) L.H.Bailey
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Hálfskuggi, skjól.
Blómalitur
Hvítur, oft með fjólubláum blæ.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
40-50 sm
Vaxtarlag
Kröftugur fjölæringur sem myndar þéttan brúsk. Jarðstönglar grófir, uppréttir, standa upp úr gömlum plöntum, sprotar sem standa upp úr eru dúfugráir með purpura slikju. Lauf allt að 50 x 30 sm, egg-hjartalaga til næstum kringlótt, hvassydd eða langydd, grunnur hjartalaga, laufin flöt með grófa áferð, hrukkótt, mött, bláleit-gráblá til blágræn eða ólífugræn ofan, ljósari neðan, öll greinilega hrímug, með 14-18 æðapör, neðstu æðarnar tignarlega bogsveigðar meðfram jöðrunum. Laufleggir 60 sm, djúpgreyptur, fölgrænn, lýsist og verður perluhvítur við grunninn, næstum lóðréttur á blöðkuna.
Lýsing
Blómleggur allt að 60 sm, uppsveigður, bláleit-grænhvítur, stundum með ógreinilegar ljóspurpuralitar doppur, með löng, laufkennd stoðblöð. Stoðblöð blóma stök, himnukennd, íhvolf. Blóm allt að 5,5 sm, föl lillagrá, lýsast og verða með lilla slikju eða ullarhvít, mjó-trektlaga, þétt saman. Frjóhnappar gulir.
Uppruni
Japan.
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning, græðlingar.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður, við tjarnir og læki, í fjölæringabeð.
Reynsla
Nokkuð breytileg tegund. Keypt í blómabúð 1992, sein til, til annarrar plöntu var sáð í Lystigarðinum 1990, gróðursett í beð 1992, sein til.
Yrki og undirteg.
Ýmis yrki má nefna svo sem 'Aurea' sem er með gullnu laufi.
Útbreiðsla
Neðri myndin af Hosta sieboldiana 'Francis Williams'.