Hosta tokudama

Ættkvísl
Hosta
Nafn
tokudama
Íslenskt nafn
Daggarbrúska*
Ætt
Liljuætt (Liliaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Hálfskuggi eða sól.
Blómalitur
Grá-blápurpura.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
30 sm
Vaxtarlag
Lítil eða meðalstór planta, þétt, vex hægt. Lauf hjartalaga til kringlótt, mjókka í oddinn, nokkuð stinn, flöt, með greinilega áferð, hrukkótt, skærbláleit ofan, ekki eins greinilega bláleit á neðra borði með 13 áberandi æðapör. Laufleggur allt að 20 sm, breiðgreyptur, bláleitur, ber blöðkuna fremur stinna í 45 gráðum.
Lýsing
Blómskipunarleggur allt að 30 sm, jafnhár eða hærri en laufbrúskurinn. stinnur, sterkur, bláleitur, stoðblöð blóma aflöng-lensulaga, nokkuð stinn með purpura slikju. Blómin grá-blápurpura til móhvít, bjöllulaga, ekki alveg opin, vita niður á við eða eru lárétt. Frjóhnappar gulir.
Uppruni
Garðaupprunai (Japan).
Heimildir
= 1, www.pfaf.org/User/Planta.aspx?LatinName=Hosta+species
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð, í kanta, sem undirgróður undir tré og runna.
Reynsla
Var sáð í Lystigarðinum 2002, gróðursett í beð 2005.