Hugueninia tanacetifolia

Ættkvísl
Hugueninia
Nafn
tanacetifolia
Íslenskt nafn
Alpadesurt
Ætt
Krossblómaætt (Brassicaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Fagurgulur.
Blómgunartími
Júní-ágúst.
Hæð
60-100 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, stjarn-dúnhærð, 30-70 sm há.
Lýsing
Lauf allt að 30 sm fjaðurskipt (minna á regnfang) hlutarnir í 8-10 pörum, lensulaga til breið-bandlaga, sagtennt. Blómin smá, gul, bikarblöð 4, krónublöð 4, 4 mm. Skálpur 6-15 mm, aflangur-lensulaga, lokar með einni stakri miðtaug. Fræ 2 mm í þvermál, ekki með væng, með hlauphjúp þegar þau eru blaut.
Uppruni
S Evrópa (fjöll t.d. Alpafjöll)
Harka
7
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í blómaengi, beð með fjölærum jurtum.
Reynsla
Harðgerð, falleg planta, en galli er sá að hún sáir sér allnokkuð út.