Hugueninia tanacetifolia

Ættkvísl
Hugueninia
Nafn
tanacetifolia
Ssp./var
ssp. suffruticosa
Höfundur undirteg.
(H.J. Coste & Soulié) P.W.Ball
Íslenskt nafn
Alpadesurt
Ætt
Krossblómaætt (Brassicaceae).
Samheiti
Ssymbrium tanacetidolium var. suffruticosum HJ Coste & Soulié (basion.)
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gulur.
Blómgunartími
Júní-ágúst.
Hæð
55-115 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, upprétt með greind hár (stjörnulaga eða ekki). Stönglar 55-115 sm, gráleitir, lóhærðir, hárlausir neðst, grunnur dálítið trékenndur. Slíður 0,3-10 x 0,3-6 sm, með lauflegg, með (0) 1-12 pör af 1-48 x 0,5-12 mm flipum, neðri með hluta með (0)1-12 pör af flipum eða tönnum. Öll þétt grá-lóhærð á neðra borði. Blómleggir (4)6-11(13) mm upp- og skástæðir þegar aldinin eru þroskuð. Bikarblöð 1-2(2,3) x 0,5-1(2) mm. Krónublöð (1,5)2-4 x (0,7)1-1,5(1,7) mm. Fræflar með 1-3 frjóþræðir. Aldin 5-15 x (0,5)0,7-1(2) mm. Fræin hárlaus, 1-2 x 0,3-1 (1,5) mm
Lýsing
Laufin fjaðurskipt. Smálaufin sagtennt. Blómin í knippum, ekki með stoðblöð, í hálfsveipum.Bikarblöð fljótt aftursveigð, oddbaugótt-aflöng, með mjóa himnukenndan jaðar, ekki hliðskökk við grunninn. Krónublöð stærri en bikarblöðin, breið egglaga, með mjóa gula nögl. Frjóhnappar ferkantaðir. Hunangskirtlar skammæir, renna saman í þá sem eru þráðlaga. Stíll mjög stuttur. fræni kollaga, ögn tvíhólfa. Aldin með stutta skálpa, mjókka greinilega að grunni. Lokar með greinileg miðtaug.
Uppruni
Pýreneafjöll.
Heimildir
http://soporte.patrimonionatural.net/FLVS/2013_02_27_Datos_para_Repositorio/efd/Hugueninia_tanacetifolia_subsp._suffruticosa.pdf
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í beð með fjölærum jurtum.
Reynsla
Ekki í Lystigarðinum. Myndirnar eru teknar í Grasagarði Reykjavíkur.