Humulus lupulus

Ættkvísl
Humulus
Nafn
lupulus
Íslenskt nafn
Humall
Ætt
Hampætt (Cannabaceae).
Lífsform
Fjölær vafningsjurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Gulur-grængulur.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
3-5 m
Vaxtarlag
Vafningsjurt. Stönglar snarpir. Lauf 3-5 flipótt, hjartalaga við grunninn, jafn breið og þau eru löng, gróftennt, laufleggurinn oftast styttri en blaðkan.
Lýsing
Karlblómskipunin í axlastæðum skúf, kvenblómskipunin í axlastæðu axi. Stoðblöðin pappírskennd, kringlótt, allt að 2 sm. Aldin miklu stærri en blómskipunin, 3-5 sm, sinugul.
Uppruni
Tempraða belti Evrópu og Asíu.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting að vori, græðlingar, sáning (15-18°C).
Notkun/nytjar
Þekjuplanta, vafningsjurt á skjólveggi og hús. Vefur sig upp þræði.
Reynsla
Harðgerður. Karlplöntur eru sjaldgæfar og ef til vill ekki til hérlendis.