Hutchinsia alpina

Ættkvísl
Hutchinsia
Nafn
alpina
Íslenskt nafn
Snæbreiða
Ætt
Krossblómaætt (Brassicaceae).
Samheiti
rétt nafn = Pritzelago alpina ssp. auerswaldii
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Vor.
Hæð
10 sm
Vaxtarlag
Þýfð, fjölær jurt, allt að 10 sm há. Jarðstöngull oft viðarkenndur, greinóttur. Lauf stakfjöðruð, flipar allt að 2,5 sm, heilrend, með ógreind hár eða hárlaus, með lauflegg.
Lýsing
Blómleggur venjulega beinn, oftast lauflaus. Blómin mjög smá, bikarblöð 4, jöfn við grunninn. Krónublöðin 4, jafnstór, heilrend, endar snögglega í nögl, 3-5 x x 3 mm. Fræflar 6, heilir. Aldin stuttur skálpur, aflangur til egglaga, hliðflatur, 2 fræ í hólfi. Stíll 1 mm.
Uppruni
Fjöll í M & S Evrópu.
Harka
7
Heimildir
1
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beðkanta. Þarf gott frárennsli.
Reynsla
Hefur verið af og til í Lystigarðinum, oft reynst skammlíf.