Hyacinthus orientalis

Ættkvísl
Hyacinthus
Nafn
orientalis
Íslenskt nafn
Goðalilja
Ætt
Liljuætt (Liliaceae).
Lífsform
Laukur (15)
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Ýmsir litir, hvítur, bleikur, blár.
Blómgunartími
Apríl.
Hæð
15-25 sm
Vaxtarlag
Um það bil 30 sm. Laukar stórir, egglaga til hnöttóttir-íflatir, skænið purpura eða perlu-móhvítt.
Lýsing
Lauf 15-35 x 0,5-4 sm, 4-6 band-lensulaga, skærgræn, oddur hettulaga. Blómstilkur þykkur, holur, uppréttur þar til fræin eru mynduð, þa rá eftir jarðlægir. Blómin 2-40, vaxborin, strjálblóma og tígurlega bogin úti í náttúrunni, blómin ilma mikið, blómhlífin 2-3,5 sm, fölblá til djúpfjólublá, bleik, hvít eða rjómagul, krónupípan jafnlöng og lengri en fliparnir, samandregin ofan við egglegið, flipar aflangir-spaðalaga, útstæðir eða baksveigðir. Fræflar lengri en frjóþræðirnir ekki festir við gin krónupípunnar. Aldin 1-1,5 sm, keilulaga til hnött, kjötkennd, fræin með væng.
Uppruni
M & S Tyrkland, NV Sýrland, Líbanon.
Harka
?
Heimildir
= 1
Fjölgun
Hliðarlaukar, yfirleitt mjög skammlíf utandyra. Laukar eru settir niður að hausti á um 15 sm dýpi
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð, í köld gróðurhús.
Reynsla
Viðkvæm, oftast drifin inni og notuð í jólaskreytingar.