Hydrangea paniculata

Ættkvísl
Hydrangea
Nafn
paniculata
Yrki form
´Mustila
Íslenskt nafn
Kínahortensía Garðahind
Ætt
Hindarblómaætt (Hydrangaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Sumar.
Vaxtarlag
Mustila hortensían var uppgötvuð meðal gamalla plantna í trjásafninu í Mustila í Finnlandi milli 1980 og 1989 og var valin sem FinE-ofurplanta og fjölgað vegna ríkulegrar blómgunar, fallegs vaxtarlags og þess hve plantan þolir vetrarveðráttuna vel. Í útliti minnir hún á villta H paniculata.
Lýsing
Upprétt, keilulaga, hvítblóma hálfsveipir minna á blúndu. Stóru, geldu, ytri blómin raða sér kringum nokkur lítil miðjublóm sem eru frjó. Blómin koma í september þegar fáir aðrir runnar eru í blóma og þurrar blómkipanirnar standa áfram á plöntunni og skreyta hana fram eftir vetri.
Uppruni
Yrki.
Harka
3
Heimildir
= http://www.mustila.fi
Fjölgun
Græðlingar.
Notkun/nytjar
Í beð, sem stakstæð planta.Mustilla hortensían er eins og aðrar hortensíutegundir falleg í vextinum og eins og aðrar hortensíur þarf enga snyrtingu, þótt oft sé mælt með því í garðyrkjubókum.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem kom úr gróðrarstöð 2009 og var gróðursett í beð það ár. Þrífst vel og blómstrar.