Lauffellandi klifurrunni sem getur orðið allt að 20 m hár í heimkynnum sínum. Klifrar með loftrótum. Ungir sprotar fínhærðir í fyrstu eða hárlausir, verða seinna hrjúfir og flagna.
Lýsing
Laufin 3,5-11 × 2,5 8 sm, egglaga-kringluleit, stutt-odddregin, meira eða minna hjartalaga við grunninn, fíntennt, hárlaus ofan, ögn dúnhærð neðan, einkum á æðastrengjunum. Laufleggir 5-40 mm, hálfsveipir flatir, 15-25 sm breiðir, með allt að 12 hvít, geld jaðarblóm, hvert 2,5-4,5 sm í þvermál. Frjó blóm smá, mörg, móhvít, krónublöð samvaxin, detta af eins og húfa, fræflar oftast fleiri en 15.
Uppruni
Japan, Sakalín, Kórea, Taívan.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Græðlingar.
Notkun/nytjar
Þarf stuðning við húsveggi.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til gömul planta sem hefur náð sér á strik seinni árin, vex vel og blómstrar.