Hylotelephium anacampseros

Ættkvísl
Hylotelephium
Nafn
anacampseros
Íslenskt nafn
Klappahnoðri
Ætt
Hnoðraætt (Crassulaceae)
Samheiti
Sedum anacampseros
Lífsform
Fjölær, sígræn jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
rauður
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
10-20 sm
Vaxtarlag
Lágvaxi og kröftug planta, allt að 10 sm há. Rætur með hnýðum, stönglar útafliggjandi, fremur lítið greindir, kröftugur.
Lýsing
Lauf allt að 2 sm, stakstæð, kjötkennd, hárlaus, mörg saman við enda stöngulsins, heilrend, oddur bogadreginn með stutta sýlingu, engin laufleggur, veit niður á við. Blómskipunin þétt, lík skúf, blómin allt að 6 mm í þvermál. Bikarblöð 5, jafnstór, upprétt, lensulaga. Krónublöð 5, meira eða minna upprétt, egglaga, næstum tvöfalt lengri en bikarblöðin, bogna að jöðrunum, föl-blápurpura, ljósari í miðju blómsins. Fræflar jafn langir og krónblöðin með ljósgul-græna frjóhnappa. Frævur með óreglulega purpuralita blett.
Uppruni
Pyreneafjöll, Alpafjöll
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning, græðlingar.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð, í hleðslur, í kanta.
Reynsla
Harðgerð jurt, sem þolir illa berfrost (undir Sedum anacampseros í HS).