Hylotelephium ewersii

Ættkvísl
Hylotelephium
Nafn
ewersii
Íslenskt nafn
Fjallahnoðri
Ætt
Hnoðraætt (Crassulaceae)
Samheiti
Sedum ewersii
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Föl blápurpura-bleikur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
10-30 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, 11 til 30 sm há, stönglar greinóttir neðantil, rætur greinóttar, trjákenndar, ekki með þykka jarðstöngla.
Lýsing
Lauf 6-15 mm, breiðust neðst, í þéttum gagnstæðum pörum, breiðegglag, bláleit eða sjaldan grænni, oddur snbbóttur, grunnur hjartalaga, jaðar heilrendur eða ögn tenntur. Blómskipunin þéttur skúfur, blóm 7-8 mm í þvermál. Bikarblöð 5, með gráa slikju og rauða bletti. Krónublöð 5, egglaga, föl-bleik til föl-blápurpura með dekkri bletti neðst. Fræflar jafn langir og krónublöðin. Frjóhnappar dökk-purpura. Frævur með dýpri blápurpur-bleikan lit en krónublöðin.
Uppruni
M Asía, Himalajafjöll, Mongolía.
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning, græðlingar.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð, í hleðslur, í kanta, sem þekjuplanta.
Reynsla
Harðgerð og blómsæl tegund, slæðingur víða í Evrópu.