Hypericum maculatum

Ættkvísl
Hypericum
Nafn
maculatum
Íslenskt nafn
Flekkjagullrunni
Ætt
Gullrunnaætt (Hypericaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Skærgulur, svartir kirtlar á jöðrunum.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
50-90 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, 15-100 sm hár. Stönglar uppréttir, rótskeyttir við grunninn, greinar með 2-4 rif, uppsveigðir til útstæðir. Lauf 10-50x9-20 mm, oddbaugótt eða aflöng til egglaga, bogadregin í oddinn, grunnur fleyglaga, ljósari neðan, þykk pappírskennd, æðarmynstrið þétt netæðótt með fremur fáa eða enga hálfglæra kirtla.
Lýsing
Blómin 2-3 sm í þvermál, stjörnulaga, mörg, í breiðum til mjóum pýramídalaga blómskipun.Bikarblöð 4-6 x 1-2 mm, ekki samvaxin, breiðegglaga til aflöng, snubbótt eða bogadregin, heilrend eða fín og óreglulega tennt, ekki með kirtla. Krónublöð 0,9-1,2 sm, skærgul, ekki með rauða slikju, aflöng-öfuglensulaga, ekki með kirtla á jöðrunum, oftast með marga svarta kirtla (rákir og/eða doppur) á yfirborðinu. Fræflar 0,9-1x krónublöðin.Fræflar 3 og 3 í knippi, stílar 3 talsins, 4-6 mm. Stílar 1,3-1,6x eggleg. Eggleg ekki samvaxin. Olíukirtlar á hýðunum eru bandlaga.
Uppruni
Írland, Frakkland, Pyreneafjöll til V Síberíu.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning að vori.
Notkun/nytjar
Í beð, í steinhæðir, í hleðslur, í kanta. Þarf uppbindingu.Notuð til lækninga. Seyði blóma hefur græðandi og róandi áhrif.
Reynsla
Meðalharðgerður.