Hypericum maculatum

Ættkvísl
Hypericum
Nafn
maculatum
Ssp./var
ssp. obtusiusculum
Höfundur undirteg.
(Tourlet) Hayek.
Íslenskt nafn
Flekkjagullrunni
Ætt
Gullrunnaætt (Hypericaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Blómalitur
Skærgulur, svartir kirtlar á jöðrunum.
Blómgunartími
Ágúst- september.
Hæð
50-90 sm
Vaxtarlag
Lauf með fremur gisið netæðamunstur, oftast með hálfglæra kirtla.
Lýsing
Blómskipunin breiðari en á aðaltegundinni, bikarblöð mjó-egglaga til aflöng með fínar og óreglulegar tennur við oddinn. Krónublöðin þakin svörtum strikum og línum.
Uppruni
NV Evrópa, neðri hluti Alpanna.
Heimildir
1
Fjölgun
Skipting, sáning að vorinu.
Notkun/nytjar
Í beð, í steinhæðir, í hleðslur, í kanta.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur sem sáð var til 1991, gróðursettar í beð 1994. Báðar þrífast vel.