Hypericum montanum

Ættkvísl
Hypericum
Nafn
montanum
Íslenskt nafn
Fjallagullrunni
Ætt
Gullrunnaætt (Hypericaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Fölgulur
Blómgunartími
Ágúst.
Hæð
20-80 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, 20-80 sm há. Stönglar uppréttir, hárlausir. Laufin 2-7 x 1-3 sm, legglaus, egglaga til lensulaga eða aflöng-oddbaugótt, bogadregin í oddinn, grunnur bogadregin til hjartalaga við grunninn. greypfætt, jaðrar sléttir, dálítið ljósari neðan og hrjúf, ekki bláleit, fremur pappírskennd, þunn, þétt netstrengjótt.
Lýsing
Blómin 1,5-2,5 sm í þvermál, stjörnulaga, 5-deild frá 1-4 stöngulliðum, blómskipunin samþjöppuð, stutt-sívöl til hálfsveiplaga, eyrnablöð stoðblaðanna kirtil-randhærð. Bikarblöð 4-6 mm, mjó aflöng, ydd, jaðrar kirtil-randhærðir. Krónublöð 8-12 mm, fölgul, ekki með rauðleita slikju, oddbaugótt. Fræflar um 0,65x krónublöðin, fræflar 3 og 3 í knippi. Stílar 3 talsins, 3-5 mm, stílar 1,2-1,35x eggleg. Eggleg ekki samvaxin, útstæð. Olíukirtlar á hýðunum eru bandlaga.
Uppruni
V & M Evrópa, M Rússland.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skiptin, sáning að vorinu.
Notkun/nytjar
Í beð, í steinhæðir, í hleðslur, í kanta.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til ein gömul planta sem þrífst vel.