Hypericum perforatum

Ættkvísl
Hypericum
Nafn
perforatum
Íslenskt nafn
Doppugullrunni
Ætt
Gullrunnaætt (Hypericaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gulur.
Blómgunartími
Júlí-september.
Hæð
50-100 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, 10-110 sm há. Stönglar uppréttir eða útafliggjandi rótskeytt, með 2 rif, greinar oftast uppsveigðar. Lauf 8-30x1-13 mm, legglaus, mjó-egglaga eða lensulaga eða oddbaugótt-aflöng til bandlaga, snubbótt eða bogadregin í oddinn, fleyglaga við grunninn, ljósari neðan, þykk pappírskennd. Æðamunstur ekki netæðótt eða mjög opið. Hálfgagnsæir kirtlar oftast margir, tiltölulega stórir.
Lýsing
Blóm 1,5-3,5 sm í þvermál, stjörnulaga, fjölmörg, í hálfsveiplaga til prýramídalaga blómskipun. Bikarblöð 3-7x0,5-2 mm, aflöng til oddbaugótt til lensulaga eða bandlaga, ydd eða langydd til stutt týtuydd, oftast heilrend, ekki með kirtla. Krónublöð 8-18 mm, skærgul, ekki með rauða slikju, öfuglensulaga, með fáeina svarta jaðarkirtla, stundum með svört strik á yfirborðinu. Fræflar 0,65-0,85x krónublöð, fræflar 3 og 3 í knippum. Stílar 3,5-6 mm, 2,5-3x egglegið, ekki samvaxnir. Olíukirtlar á fræhýði bandlaga og með hliðarblöðrur.
Uppruni
Evrópa - M Kína, N Afríka, V Himalaja.
Harka
3
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning að vorinu.
Notkun/nytjar
Í beð, í steinhæðir, í kanta, í hleðslur. Þarf uppbindingu. Til lækninga. Seyði af blómum hefur róandi áhrif og deyfir sársauka, það er blómskipunin sem er notuð.
Reynsla
REYNSLA. Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 2010 og gróðursett í beð 2011 og önnur sem sáð var til 2011, sem er enn í sólreit. Báðar þrífst vel. Meðalharðgerður.