Hypericum richeri

Ættkvísl
Hypericum
Nafn
richeri
Íslenskt nafn
Alpagullrunni
Ætt
Gullrunnaætt (Hypericaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gullgulir með rauða slikju.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
10-50 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, 10-50 sm há. Stönglar oftast bláleitir, skriðulir og rætast við grunninn og svo uppsveigðir til uppréttir.
Lýsing
Lauf 10-55 × 5-25 mm, legglaus, egglaga til þríhyrnd-egglaga eða oddbaugótt, sljóydd eil snubbótt, grunnur fleyglaga til hjartalaga og greipfætt, heilrend, ljósari á neðra borði, nokkuð bláleit, fremur þunn og pappírskennd, þétt- til áberandi netæðótt, ekki með svarta og gagnsæja kirtla á efra borði. Blómin 2-4,5 sm í þvermál, stjörnulaga, 1-um 15, í 1-3 liðum, í þéttum hálfsveiplaga blómskipunum. Bikarblöð 10-25 mm, gullgul með rauða slikju, öfuglensulaga, með nögl, með svartar yfirborðs doppur. Fræflar 0,5-6,5 × bikarblöðin, 3 í knippi. Stílar 3,5-7 mm, 1-2 × egglegið, ekki samvaxnir, útstæðir. Olíukirtlar á fræhýðum aflangir eða kringlóttir, með blöðrur, svartir og stundum og stundum appelsínulitir.
Uppruni
Fjöll í S & MS Evrópu
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning að vorinu.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í kanta, í hleðslur, í beð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 2011 gróðursett í beð 2012, þrífst vel. Harðgerð og ljómandi falleg garðplanta.