Hypericum tetrapeterum

Ættkvísl
Hypericum
Nafn
tetrapeterum
Íslenskt nafn
Vængjagullrunni
Ætt
Gullrunnaætt (Hypericaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Ljósgulur.
Blómgunartími
Júní-september.
Hæð
10-100 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, 10-100 sm. Stönglar uppréttir vaxa upp frá skriðulum stönglum, stundum alveg jarðlægir með 4 mjóa vængi, greinar uppsveigðar.
Lýsing
Lauf 10-40 × 7-24 mm, legglaus, egglaga eða oddbaugótt-aflöng til kringlótt, bogadregin, grunnur bogadreginn til hjartalaga, greipfættur, jaðar flatur, þunn-pappírskennd, dálítið ljósari en ekki bláleit neðan, með marga fremur smáa, gagnsæa kirtla. Blóm 1-1,5 sm í þvermál, stjörnulaga, mörg, í þéttum hálfsveiplaga til sívölum blómskipunum. Bikarblöð 3,5-5 mm, lensulaga til mjóaflöng, hvassydd til odddregin, heilrend eða með 1-2 svarta yfirborðs kirtla og sjaldan með enda-doppu. Krónublöð 5-8 mm, skærgul, öfuglensulaga, með eða án 1-4 svartar doppur undir jaðrinum. Fræflar um 0,9 × krónublöðin 3 í knippum. Stílar 3, 2-3,5 mm, 0,8-1,4 × egglegið, ekki samvaxnir. Ilmkirtlar á fræhýðum aflangir.
Uppruni
Evrópa.
Harka
5
Heimildir
= 1, https://www.cumbriawildflowers.co.uk/index.php?route=product/product&product_id=118
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í beð, í kanta, við tjarnir.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem sáð var til 1998 og gróðursett í beð 2004, þrífst vel.