Hypericum undulatum

Ættkvísl
Hypericum
Nafn
undulatum
Íslenskt nafn
Mýragullrunni
Ætt
Gullrunnaætt (Hypericaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Skærgulur.
Blómgunartími
Júlí-september.
Hæð
15-100 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, 15-100 sm há. Stönglar uppréttir, jarðlægir og mynda rætur við grunninn, eru með 4 mjóa vængi, greinar láréttar eða uppsveigðar.
Lýsing
Lauf 7-40 × 8-17 mm, legglaus, mjó-egglaga til oddbaugótt eða mjóaflöng, bogadregin, grunnur hjartalaga til bogadreginn og greipfættur, jaðar bylgjaðar, laufin ljósari á neðra borði, ekki bláleit, þunn eða þykk pappírskennd, með marga meðalstóra til litla gagnsæa kirtla. Blóm 1,2-1,7 sm í þvermál, stjörnulaga, mörg, í gisnum hálfsveiplaga til sívalir blómskipun. Bikar 3,5-5,5 mm, lensulaga, hvassydd til langydd, heilrend og kirtlalaus, með 3-14 svartar ytirborðs doppum. Krónublöð 7,5-10 mm, skærgul, með rauða slikju, oddbaugótt, með fáa eða enga jaðar eða svarta yfirborðs kirtla. Fræflar um 0,75 × krónublöðin, 3 í knippi. Stílar 3, 3-4 mm, ekki samvaxnir, 1-1,3 × egglegið. Fræhýði með bandlaga ilmkirtla.
Uppruni
Wales og SV England til Marokkó, Madeira, Asóreyjar.
Harka
8
Heimildir
= 1, https://translate.google.is/translate?hl=en&sl=es&u=https://www.asturnatura.com/especie/hypericum-undulatum.html&prev=search
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í beð, með lækjum eða tjörnum.
Reynsla
REYNSLA. Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur sem sáð var til 1991 og gróðursett í beð 2005, báðar þrífast vel.