Hyssopus officinalis

Ættkvísl
Hyssopus
Nafn
officinalis
Íslenskt nafn
Ísópur
Ætt
Varablómaætt (Lamiaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Fjólublár, blár, hvítur.
Blómgunartími
Ágúst.
Hæð
30-60 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt. Stönglar margir, venjulega uppréttir, allt að 60 sm.
Lýsing
Lauf allt að 5x1 sm, ilmandi, milligrn, bandlensulaga, jaðra dálítið niðurorpnir, heilrend, hárlaus, legglaus. Blómskipunin í mjóu axi, stoðblöð bandlaga. Bikar hárlaus eða smádúnhærður. Króna allt að 12 mm, fjólublá eða blá, stöku sinnum hvít.
Uppruni
S & A Evrópa.
Harka
3
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Kryddjurt, í beð, í steinhæðir.
Reynsla
Harðgerð og hefur vaxið lengi í Lystigarðinum en vafamál er að hann þrífist eins vel á Suðurlandi (H. Sig.).
Yrki og undirteg.
'Roseus' blómin bleik.