Iberis sempervirens

Ættkvísl
Iberis
Nafn
sempervirens
Íslenskt nafn
Álfakragi
Ætt
Krossblómaætt (Brassicaceae).
Lífsform
Sígrænn, fjölær, hálfrunni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Snjóhvítur.
Blómgunartími
Júní-júlí.
Hæð
-30 sm
Vaxtarlag
Sígrænn, uppréttur hálfrunni, 20-30 sm.
Lýsing
Laufin hárlaus, mörg, aflöng-spaðalaga, oddlaus, mjókka smámsaman að grunni. Blómin í hálfsveip, 4-5 sm í þvermál. Aldin 6-7 mm, mjó-framjöðruð, langydd, egglaga til bogadregin, með breiðan væng frá grunni.
Uppruni
S Evrópa.
Harka
4
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í hleðslur, í kanta.
Reynsla
Meðalharðgerður-viðkvæmur hálfrunni. Þolir illa umhleypinga og berfrost.