Incarvillea compacta

Ættkvísl
Incarvillea
Nafn
compacta
Íslenskt nafn
Tíbetglóð
Ætt
Lúðurtrésætt (Bignoniaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Fölpurpura utan, gul innan
Blómgunartími
Ágúst.
Hæð
30 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, stöngullaus, stöku sinnum með stuttan stöngul, allt að 30 sm há.
Lýsing
Lauf 3-20 sm, hvirfingablöð eða grunnlauf, egglaga, hvassydd, grunnur hjartalaga, heilrend, æðastrengir smádúnhærðir, endaflipinn oddbaugóttur eða kringlóttir allt að 4 × 4 sm. Blómskipunin í 1-10-blóma klasa. Blómleggir allt að 5 sm, lengri þegar aldinið hefur þroskast, stoðblöð bandlaga, 2-4 sm, smástoðblöð minni. Bikarpípa allt að 1,8 sm, oft með svartar doppur, flipar allt að 7 × 1,2 sm, skakktígullaga. Krónuflipar allt að 3,9 × 2,8 sm, kringluleitir, föl-purpura á ytra borði, gullgul innan með purpura rákir, sjaldan hvít. Fræhýði allt að 13 × 11 sm, trékennd, ferhyrnd, bein, svart-doppótt. Fræ allt að 35 × 5 mm, með væng. Vængur 0,5 mm í þvermál.
Uppruni
Tíbet, Kína.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð.
Reynsla
Þrífst vel í Lystigarðinum, var gróðursett í steinhæð 2009.