Incarvillea delavayi

Ættkvísl
Incarvillea
Nafn
delavayi
Íslenskt nafn
Fjaðraglóð
Ætt
Lúðurtrésætt (Bignoniaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Purpuralit með gulum blettum.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
15-30 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt með enga stöngla.
Lýsing
Laufblöðin hvirfingablöð, neðri laufin fjaðurskipt, efri laufin lýrulaga-fjaðurskert, 8-25 sm, flipar 6-11 pör, 1,3-5 × 0,5-2,5 sm, lensulaga, grunnur bogadreginn, fleyglaga eða legghlaupin, oddur snubbóttur eða hvassyddur, jaðar bogtenntur, æðar stundum smádúnhærðar. Endaflipinn 1,5-3,5 × 0,9-2,5 sm, oddbaugóttur til öfugegglaga, grunnur fleyglaga. Blómskipunin lík klasa, 2-10-blóma, blómskipunarleggur 15-30 sm, lengri þegar aldinið er þroskað, stoðblöð 1 sm, bandlaga. Blómleggur 0,5-1,5 sm, smástoðblöð 0,5 sm. Bikarpípa allt að 1,6 sm, flipar allt að 6,5 × 0,7 sm. Krónupípan allt að 6 sm, purpura og gul á ytra borði, gul með purpura rákir á því innra. Flipar allt að 3 × 2,6 sm breið, purpura, hringlaga, oddur framjaðraður, með kirtla. Fræhýði allt að 7,3 × 1,5 sm, leður- eða trékennd, ferhyrnd, bogin, oddur langdreginn. Fræ allt að 5 × 3,75 mm, egglaga, með vængi, vængur 1 mm.blóm í blómmörgum klasa, löng fjaðurskipt laufblöð
Uppruni
Kína.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning. Blómstra yfirleitt ekki fyrr en á 3ja ári. Safnar forðanæringu í rætur líkt og dahlíur.
Notkun/nytjar
Í skýld beð.
Reynsla
Viðkvæm en getur lifað sunnan undir húsvegg. Að öðrum kosti að hafa hana í köldum gróðurskála eða sólreit. Gróðursetja fremur djúpt eða á 10-15 sm dýpi.