Incarvillea forrestii

Ættkvísl
Incarvillea
Nafn
forrestii
Íslenskt nafn
Klettaglóð*
Ætt
Lúðurtrésætt (Bignoniaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Rauður - purpurarauður.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
15-30 (-60) sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, 15-30(-60) sm há, verður hárlaus með aldrinum.
Lýsing
Laufin stakstæð, óskipt, laufleggur 2-5(-15) sm, laufblakan egglaga-oddbaugótt, 6-8(-20) × 3-6(-15) sm pappírskennd, grunnur og oddur bogadreginn, jaðrar bugtenntir. Hliðaræðar 7-9 hvoru megin við miðrifið. Blómskipunin klasi, 6-12 blóma, endastæð. Blómskipunarleggur 2-4 sm, stoðblöð 5-12 mm. Blómleggir 5-10 mm. Bikar bjöllulaga, 1,4-2 sm. Tennur 2-4 × 7-10 sm, oddar hvassyddir. Krónan rauð, um 5,5 × 3 sm, krónupípan 4,5-5 sm, purpurarauð-rákótt og blettótt ofan, flipar bogadregnir, 1,4-1,8 × 1,8-2,2 mm. Fræhýði lensulaga, hliðflöt, 4-hyrnd, 4-6(-9) sm × 5-7 mm, langydd. Fræ egglaga, 5-6 × 3-4 mm, vængur um 1 mm breiður.
Uppruni
SW Sichuan, NW Yunnan.
Heimildir
= Flora of China, http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=2&taxon_id=200021413
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð.
Reynsla
Þrífst vel í Lystigarðinum, kom sem planta 2007.