Incarvillea younghusbandii

Ættkvísl
Incarvillea
Nafn
younghusbandii
Íslenskt nafn
Bændaglóð
Ætt
Lúðurtrésætt (Bignoniaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Bleikpurpura.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
- 20 sm
Vaxtarlag
Fjölær, stöngullaus jurt.
Lýsing
Lauf fjaðurskipt, bólótt á efra borði, verða orðin slétt þegar fræin eru þroskuð, æðastrengir áberandi á neðra borði, allt að 2,5 sm í blóma, en 5,5 sm með aldinin, fjaðurskipt, flipar í 3-7 pörum, 0,6-0,9 × 0,4-0,6 sm, egglaga aflöng, snubbótt í oddinn, grunnur hjartalaga. Blómstrar snemma, á stökum allt að 2 sm blómskipunarlegg. Bikar bjöllulaga, pípan allt að 9 mm, með ógreinileg rif, flipar allt að 0,5 × 0,4 sm þríhyrndir, smádúnhærð. Krónan bleik-purpura, ginið með hvítar rákir, pípa allt að 5 sm lengri en hjá I. mairei v. grandiflora, 3 mm í þvermál við grunninn, 1,5 sm, víkkar snögglega í krónuflipa, flipar allt að 2 × 2,5 sm, kringluleitir. Gervifrævlar þráðlaga. Fræhýði trékennd 2,5-3,5 × 0,8-0.9 sm, bogið eða hálfmánalaga, ferhyrnd, hvassydd í oddinn. Fræ allt að 4×3 mm, grábrún, vængur bogtenntur, 0,5 mm í þvermál.
Uppruni
Tíbet, Nepal.
Harka
7
Heimildir
= 1, https://www.kevockgarden.co.uk/plantlist/p1609_incarvillea_younghusbandii.htm,
Fjölgun
Sáning, skifting.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð á sólríkum stað.
Reynsla
Þrífst vel í Lystigarðinum, til hennar var sáð 2007 og plantan gróðursett í beð 2009.