Kröftug, fjölær jurt, allt að 3 m há, með grófa ilmandi jarðstöngla. Stönglar sterklegir uppréttir, greinóttir ofantil, dúnhærðir eða þétt-langhærðir.
Lýsing
Laufin tennt, dálítið bylgjuð, hálfhárlaus eða með löng, aðlæg hár á efra borði, dúnhærð eða lóhærð á neðra borði. Neðstu laufin allt að 70 x 25 sm, egglaga-oddbaugótt, hvassydd, mjókka að blöðkuleggnum, efri laufin minni, egglaga, legglaus, hjartalaga við grunninn, hálf-greipfætt. Karfan tungukrýnd, í strjálum hálfsveip eða mjóum klasa. Reifar hvolflaga, allt að 2,5 sm í þvermál, reifablöð lóhærð, þær ytri um 1 sm, lensulaga eða egglaga, jurtkennd, stundum með brúna jaðra, útstæð, þau innri allt að 1,5 sm, lensulaga, langydd, með himnujaðar, upprétt. Geislasmáblóm allt að 3 sm. Aldin allt að 3-5 mm, greinilega hyrnd, hárlaus eða oddur smádúnhærður.
Uppruni
Evrasía.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, sem stakstæð planta, í beð með fjölærum plöntum.
Reynsla
Harðgerð-meðalharðgerð planta, þrífst vel í Lystigarðinum.