Iris albertii

Ættkvísl
Iris
Nafn
albertii
Íslenskt nafn
Blámaíris
Ætt
Sverðliljuætt (Iridaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Lilla til fjólublá-purpura.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
30-70 sm
Vaxtarlag
Íris sem er með skegg, 30-70 sm hár.
Lýsing
Laufin breið, upprétt, grágræn, með purpura slikju við grunninn. Blóm 1-3, legglaus, 6-8 sm í þvermál, stoðblöð nokkuð uppblásin, jaðrar pappírskenndir, Blómhlífin lilla lit til fjólublá-purpura. Mjóstu hluti bikarblaðanna eru með rauðbrúnar æðar, skegg hvítt til mjög fölblá, endar gulir.
Uppruni
Kazakstan.
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í beð með fjölæringum.
Reynsla
Er til í Reykjavík og þrífst þar vel (H. Sig.).