Iris chrysographes

Ættkvísl
Iris
Nafn
chrysographes
Íslenskt nafn
Geislaíris
Ætt
Sverðliljuætt (Iridaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Dökk purpura-rauður.
Blómgunartími
Júní-júlí.
Hæð
40-50 sm
Vaxtarlag
Síberíu-íris sem er allt að 50 sm hár. Jarðstönglar eru kröftugir.
Lýsing
Laufin 50, 1,5 sm. Blómin 1-4, á holum, greinóttum eða ógreingum stönglum, ilmandi, 5-10 sm í þvermál, dökk rauð-purpura, með gular rákir á bikarblöðunum, bikarblöðin niðurstæð, fánar útstæðir.
Uppruni
S Kína, NA Burma.
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, skipting að vori, jarðstönglarnir eru skornir í sundur.
Notkun/nytjar
Í skrautblómabeð, í blómaengi.
Reynsla
Meðalharðgerð planta.
Yrki og undirteg.
Ýmis yrki eru til: 'Stjerneskud' er frægt yrki með dimmfjólublá bikarblöð með flauelsáferð og eina gullna rák á yrti blómblöðum (bikarblöðunum), 'Rubella' er með vínrauð blóm.