Iris danfordiae

Ættkvísl
Iris
Nafn
danfordiae
Íslenskt nafn
Tyrkjaíris
Ætt
Sverðliljuætt (Iridaceae).
Lífsform
Fjölær - laukur
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gulur.
Blómgunartími
Maí.
Hæð
10-15 sm
Vaxtarlag
Lágvaxin, netæðótt, allt að 15 sm hár. Laukhýði netæðótt, smá, mynda hliðalauka.
Lýsing
Lauf 1-15 sm, hærri en blómin, ferhyrnd. Blómin stök, allt að 5 sm í þvermál, gul, pípan allt að 7,5 sm, bikarblöð með ljósgrænar doppur í miðjunni og á neðri hlutanum, kambur með dýpri appelsínugulan lit, fánar smáir, minna á burstahár, 3-5 mm.
Uppruni
Tyrkland.
Heimildir
= 1
Fjölgun
Laukar eru settir niður að hausti (í september) á um 8-10 sm dýpt og einnig er þá hentugur tími til að skýla þeim laukum eftir sem við á.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð með fjölærum jurtum.
Reynsla
Tyrkjaíris er ræktaður líkt og túlípanar, laukar settir niður í þyrpingar í runnabeð. Tyrkjaýris er fremur viðkvæmur, laukar vilja deyja út á veturna og verður því að endurnýja hana árlega með því að kaupa nýja lauka.