Jasione crispa

Ættkvísl
Jasione
Nafn
crispa
Íslenskt nafn
Dvergbeitla
Ætt
Bláklukkuætt (Campanulaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Blár.
Blómgunartími
Ágúst.
Hæð
- 5 sm
Vaxtarlag
Dúnhærð, fjölær jurt, stönglar allt að 5 sm, smágreinar uppréttar eða uppsveigðar.
Lýsing
Laufin þykk, bandlaga-öfuglensulaga, oftast heilrend, stundum smátennt, randhærð. Ytri reifastöðblöð mjó egglaga, sagtennt. Bikarflipar lensulaga, krónan blá.
Uppruni
SV Evrópa.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, framan til í beð með öðrum fjölæringum.
Reynsla
Hefur reynst vel bæði norðan og sunnanlands.