Jasione montana

Ættkvísl
Jasione
Nafn
montana
Íslenskt nafn
Fjallabeitla
Lífsform
Ein- til tvíær.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Fjólublár.
Blómgunartími
Ágúst.
Hæð
- 50 sm
Vaxtarlag
Ein- til tvíær jurt, stönglar uppréttir, allt að 50 sm háir, dúnhærðir, ógreindir eða greindir, hárlausir ofantil.
Lýsing
Laufin bandlaga til mjó-egglaga, bylgjuð, legglaus. Reifastoðblöðin egglaga til tígullaga, bogtennt til sagtennt. Blómin í hnöttóttum kollum. Bikarflipar lensulaga, hárlausir. Krónan blá, stöku sinnum með rauða slikju eða hvít.
Uppruni
Evrópa.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í beð.
Reynsla
Skammlíf enda ein- til tvíær.