Juniperus chinensis

Ættkvísl
Juniperus
Nafn
chinensis
Íslenskt nafn
Kínaeinir
Ætt
Sýprisætt (Cupressaceae).
Lífsform
Sígrænn runni eða tré.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Karlblóm gulleit, kvenblóm græn.
Blómgunartími
Haust.
Hæð
1-1,5 m
Vaxtarhraði
Hægvaxta.
Vaxtarlag
Sígrænn runni eða lítið tré. Getur orðið allt að 20 m hár í heimkynnum sínum. Krónan breið eða mjó keilulaga eða plantan er bara runnkennd og jarðlæg.
Lýsing
Ársprotar fíngerðir og með 2 gerðir af nálum. Hreisturlíka barrið er mjó-tígullaga, þéttaðlægt, u.þ.b. 1,5 mm langt, snubbótt, í 4 röðum, græn með ljósari jaðar og djúplægum kirtlum á bakhliðinni. Nállaga barr eru líka á villtum plöntum eða stundum á öllum plöntunum, þau eru 3 í hvirfingu eða 2 og 2 í kross, u. þ. b. 8-12 mm löng, að ofan með grænt miðrif og 2 bláhvítar loftaugarákir; hvassydd. Tvíbýlisblóm, ♂ blóm gul, aldin kúlulaga, 6-8 mm breið, brún, döggvuð verða fullþroska á 2. ári og eru með 2-3 fræ.
Uppruni
Kína, Mongólía og Japan.
Harka
4
Heimildir
= 1,7
Fjölgun
Sumargræðlingar, sáning, haustgræðlingar.
Notkun/nytjar
Þyrpingar, steinhæð, beð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein mjög falleg planta undir þessu nafni. Til hennar var sáð 1990, gróðursett í beð 2001, verarskýling 2001-2007, kelur ekkert. Meðalharðgerður runni, þarf vetrarskýlingu framan af aldri.