Juniperus chinensis

Ættkvísl
Juniperus
Nafn
chinensis
Yrki form
'Blaauw'
Íslenskt nafn
Kínaeinir
Ætt
Sýprisætt (Cupressaceae).
Lífsform
Sígrænn dvergrunni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Karlblóm gulleit, kvenblóm græn.
Blómgunartími
Haust.
Vaxtarlag
Dvergvaxið yrki, sem er runnkennt og lítur út eins og blágrænt form af 'Plumosa'.
Lýsing
Aðalgreinar eru næstum allar á einni hliðinni og ársprotar alltaf uppsveigðir, eins og fjöður í laginu, en samt stífir, næstum súlulaga form í ræktun. Smágreinar fjölmargar. Allar nálar hreisturlaga, þéttar, grábláar, af og til líka með strjált, sýllaga barr innan í plöntunni.
Uppruni
Yrki.
Harka
4
Heimildir
7
Fjölgun
Sumargræðlingar, síðsumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, í steinhæðir, í beð, í ker.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem keypt var 2005 og gróðursett í beð það ár. Þrífst vel, ekkert kal.