Juniperus chinensis

Ættkvísl
Juniperus
Nafn
chinensis
Ssp./var
v. sargentii
Höfundur undirteg.
A. Henry
Íslenskt nafn
Kínaeinir
Ætt
Sýprisætt (Cupressaceae)
Samheiti
Juniperus sargentii
Lífsform
Sígrænn runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Karlblóm gulleit.
Blómgunartími
Haust.
Hæð
0,5-0,8 m
Vaxtarlag
Runni, allt að 80 sm hár og 2-3 m breiður. Greinar jarðlægar, smágreinar uppréttar.
Lýsing
Laufin hreisturlík, tvö og tvö saman á þroskuðum plöntum, dökk blágræn, sú hlið sem snýr að stafninum/greininni er með grunna gróp. Ung lauf eru 3 saman í knippi, nállaga, allt að 5 mm, lykta eins og kamfóra þegar þau eru marin. Tvíbýli, þ. e. karlblóm og kvenblóm hvort á sínum einstaklingi. Könglar (berkönglar) eru hnöttóttir, 5-7 mm, blásvartir. Fræin eru 2-3, sjaldan 4-5.
Uppruni
NA Kína, Japan, Kúríleyjar.
Harka
4
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar, síðsumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, í steinhæðir og víðar.
Reynsla
Er ekki í Lystigarðinum (2013). Þrífst vel í Grasagarði Reykjavíkur.