Juniperus communis

Ættkvísl
Juniperus
Nafn
communis
Ssp./var
v. nana
Höfundur undirteg.
(Willd.) Baumg.
Yrki form
Sandvatn
Íslenskt nafn
Einir
Ætt
Sýprisætt (Cupressaceae)
Lífsform
Sígrænn runni eða tré.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Karlblóm gulleit.
Blómgunartími
Apríl-júní.
Vaxtarlag
Uppréttur runni, fremur hár af íslenskum eini að vera.
Uppruni
Náttúrulegt afbrigði, íslenskt.
Harka
3
Heimildir
# 1
Fjölgun
Sumargræðlingar, síðsumargræðlingar í svalan reit.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í þyrpingar og víðar.
Reynsla
Er íslenskt kvæmi eða afbrigði, aðkeypt 1986, sem þrífst mjög vel.
Yrki og undirteg.
Þetta kvæmi er fundið við Sandvatn í Mývatnssveit í Suður-Þingeyjarsýslu.