Juniperus communis

Ættkvísl
Juniperus
Nafn
communis
Yrki form
'Repanda'
Íslenskt nafn
Einir
Ætt
Sýprisætt (Cupressaceae).
Lífsform
Sígrænn runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Karlblóm gulleit.
Blómgunartími
Apríl-júní.
Hæð
30-40 sm
Vaxtarlag
Dvergform, jarðlægt, kringlótt og flatt, allt að 1,5 m breitt og aðeins 30-40 sm hátt.
Lýsing
Gamlar greinar uppstæðar allan hringinn. Ársprotar fíngerðir, standa þétt saman brúnir. Barrnálar 5-8 mm langar, þéttstæðar, ögn innsveigðar alveg mjúkar og ekki snarpar(!), standa í allar áttir út frá grunninum, að ofan með silfurlita slikju, græn að neðan og kúpt.
Uppruni
Yrki.
Harka
3
Heimildir
7
Fjölgun
Sumargræðlingar, síðsumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, í steinhæðir og víðar.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein falleg planta sem keypt var 1992. Mjög fallegur runni sem kelur ekkert og þrífst vel.