Juniperus horizontalis

Ættkvísl
Juniperus
Nafn
horizontalis
Yrki form
'Andorra Compact'
Íslenskt nafn
Skriðeinir
Ætt
Sýprisætt (Cupressaceae).
Lífsform
Sígrænn runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Karlblóm gulleit.
Hæð
30-50 sm
Lýsing
Þetta yrki er frábrugðið Plumosa þar sem það er þéttvaxnara og með mjórri barrnálar, annars eru yrkin mjög lík, næstum þúfulaga 30-40 sm hátt og um það bil 1 m breitt. Allar greinar vita á ská upp frá miðri plöntunni.
Uppruni
Yrki.
Harka
4
Heimildir
7
Fjölgun
Sumargræðlingar, síðsumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í þyrpingar.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem keypt var 2000. gróðursett í beð 2001, vetrarskýling 2001-2007. Kelur ekkert.