Juniperus virginiana

Ættkvísl
Juniperus
Nafn
virginiana
Yrki form
'Glauca'
Íslenskt nafn
Virginíueinir
Ætt
Sýprisætt (Cupressaceae).
Lífsform
Sígrænn runni - lítið tré.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
KK blóm lítil, gulbrún. KVK blóm ljós-blágræn.
Hæð
1-2 m (- 5 m)
Vaxtarhraði
Hægvaxta.
Vaxtarlag
Súlulaga runni eða lítið tré, greinaþétt, grannt, greinaendarnir standa út úr súlunni.
Lýsing
Barr hreisturlaga, smá, aðlæg, inni í plöntunni eru þau stundum líka sýllaga. Mjög þekkt yrki og það ætti aðeins að fjölga þeim einstaklingum sem hafa fallegasta, stálbláa litinn.
Uppruni
Yrki.
Harka
4
Heimildir
= 7
Fjölgun
Sumargræðlingar, síðsumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í blönduð runna- og trjábeð, sem stakstæðar plöntur og víðar.
Reynsla
Ekki til í Lystigarðinum.