Kalmia angustifolia

Ættkvísl
Kalmia
Nafn
angustifolia
Íslenskt nafn
Lambasveiplyng
Ætt
Lyngætt (Ericaceae).
Lífsform
Sígrænn runni.
Kjörlendi
Sól (- hálfskuggi).
Blómalitur
Skarlatsbleikur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
- 1m
Vaxtarlag
Uppréttur eða klifrandi, allt að 1,5 m hár runni, oftast miklu lægri. Ungar greinar hárlausar, sívalar.
Lýsing
Laufin 20-60 x 6-18 mm, gagnstæð eða 3 saman í kransi, aflöng til oddbaugótt, heilrend, snubbótt eða sljóydd, rauðbrún neðan þegar þau eru ung, verða seinna ljósari. Laufleggur 4-8 mm langur. Blómin allmörgþéttum, axlastæðum hálfsveip allt að 50 mm í þvermál. Blómleggur kirtilhærður. Bikar kirtilhærður, flipar egglaga, hvassyddir. Króna 7-12 mm í þvermál, skállaga, skarlatsbleik, flipar grunn-skakktígullaga.
Uppruni
A N-Ameríka.
Harka
2
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í mýrabeð.
Reynsla
Er ekki í Lystigarðinum, en hefur verið sáð.
Yrki og undirteg.
'Nana', 'Candida', 'Rosea', 'Rubra' ofl.