Laburnum alpinum

Ættkvísl
Laburnum
Nafn
alpinum
Íslenskt nafn
Fjallagullregn
Ætt
Ertublómaætt (Fabaceae)
Samheiti
Cytisus alpinus.
Lífsform
Sumargrænt tré.
Kjörlendi
Sól (hálfskuggi).
Blómalitur
Skærgulur.
Blómgunartími
Júní-júlí.
Hæð
6-8 m
Vaxtarlag
Lauffellandi tré allt að 8 m hátt eða hærra. Greinar hárlausar, grænar.
Lýsing
Smálauf allt að 8 sm, oddbaugótt, fölgræn neðan. Blómskipunin allt að 35 sm löng eða lengri, þéttari en blómskipunin hjá strandgullregni (L. anagyroides). Blómleggur jafnlangur blóminu. Blómin 1,5 sm eða meir, krónan skærgul. Aldin allt að 5 sm, aflöng, hárlaus, annar jaðarinn þykknaður, fræin brún. Blómin eru tvíkynja (eru bæði með karl- og kvenlíffæri) og eru frævuð af skordýrum.
Uppruni
M & S Evrópa, hefur numið land á Bretlandseyjum.
Harka
5
Heimildir
1, http://www.pfaf.org
Fjölgun
Sumargræðlingar, sáning, sveiggræðsla að hausti.
Notkun/nytjar
Í beð, sem stakstætt tré, ef til vill í þyrpingar eða raðir.Þessi tegund lifir í samlifi með vissum jarðvegsgerlum. Gerlarnir mynda hnýði á rótum plöntunnar og nema nítur út andrúmsloftinu. Sumt af nítrinu notar plantan sjálf, annað nýtist plöntum sem vaxa í nágrenninu.Plantan öll eitruð, sérstaklega aldin og það svo að ráðlegt er að fjarlægja blómskipun eftir blómgun. Þolir illa köfnunarefnisríkan áburð. Þarf að binda upp á unga aldri meðan plantan er "tamin". Greinaenda kelur oft, sérstaklega á unga aldri og þarf að velja trénu skjólsaman og bjartan stað.
Útbreiðsla
Allir hlutar plöntunnar eru eitraðir, einkum þó fræin.