Laburnum anagyroides

Ættkvísl
Laburnum
Nafn
anagyroides
Íslenskt nafn
Strandgullregn
Ætt
Ertublómaætt (Fabaceae)
Samheiti
L. vulgare, Cytisus laburnum
Lífsform
Sumargrænt tré.
Kjörlendi
Sól til hálfskuggi.
Blómalitur
Sítrónugulur til gullgulur.
Blómgunartími
Síðla vors .
Hæð
5-7 m
Vaxtarhraði
Vex hratt.
Vaxtarlag
Lauffellandi lítið tré allt að 7 m hátt og álíka breitt. Greinar grágrænar, strjált- og mjúkdúnhærð.
Lýsing
Smálauf allt að 8 sm, oddbaugótt til oddbaugótt-öfugegglaga, snubbótt, snöggydd eða smábroddydd, með aðlæg, stutt dúnhár á neðra borði þegar laufin eru ung. Blómklasar allt að 20 sm langir, dúnhærðir, blómleggurinn styttri en blómið. Krónan 2 sm, sítrónugul til gullgul. Blómin eru tvíkynja (eru bæði með karl- og kvenlíffæri) og eru frævuð af skordýrum. Aldin allt að 6 sm eða lengri, næstum hárlaus þegar þau eru þroskuð. Önnur röndin þykknuð, fræin svört.
Uppruni
M og S Evrópa.
Harka
Z5
Heimildir
= 1, http://www.pfaf.org
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í beð, sem stakstætt tré.Þessi tegund lifir í samlífi með vissum jarðvegsgerlum. Gerlarnir mynda hnýði á rótum plöntunnar og nema nítur út andrúmsloftinu. Sumt af nítrinu notar plantan sjálf, annað nýtist plöntum sem vaxa í nágrenninu. Allir hlutar plöntunnar eru eitraðir einkum fræið.