Laburnum x watereri

Ættkvísl
Laburnum
Nafn
x watereri
Yrki form
'Vossii'
Íslenskt nafn
Garðagullregn
Ætt
Ertublómaætt (Fabaceae)
Lífsform
Sumargrænt tré.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gulur.
Blómgunartími
Júní-júlí.
Hæð
5-7 m
Vaxtarlag
Líkara Strandgullregni (L. anagyroides), en fjallagullregni (L. alpinum), en aðeins greinaendar dúnhærðir.
Lýsing
Smálauf allt að 7 sm langir, oddbaugótt, hárlaus, æðastrengir dúnhærðir á neðra borði. Blómklasar allt að 50 sm langir, ilma. Aldin þroskast sjaldan, með mjóan væng. Sérdeilis blómviljugt yrki með langa klasa.
Uppruni
Yrki.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sumargræðlingar, ágræðsla, sveiggræðsla að hausti.
Notkun/nytjar
Stakstætt tré, í þyrpingar, í beð.
Reynsla
Meðalharðgerð planta, fremur erfið í uppeldi.