Larix decidua

Ættkvísl
Larix
Nafn
decidua
Íslenskt nafn
Evrópulerki
Ætt
Þallarætt (Pinaceae).
Samheiti
L. europaea DC., Larix communis. Abies larix. Pinus larix.
Lífsform
Lauffellandi barrtré.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Karlblóm gul, kvenblóm purpurarauð.
Blómgunartími
Júní.
Hæð
10-20 m
Vaxtarhraði
Hraðvaxta
Vaxtarlag
Tré, allt að 35(-45) m hátt í heimkynnum sínum og um 15 m breitt, stofn beinn, krónan grönn, keilulaga, stundum líka óregluleg. Börkur grár, flagnar/flysjast af, verður seinna brúnn. Greinar í láréttum krönsum eða slútandi með upprétta greinaenda. Ársprotar grannir, fínlega hangandi, gulleitir! hárlausir. Dverggreinar svartbrúnar, endabrumin kvoðug.
Lýsing
Barrnálar alltaf ljósgrænar, 30-40 í knippi, 10-30 mm langar, flatar ofan og með kjöl að neðan. Kvenblóm lang-sívöl, purpura rauð. Könglar mjó-egglaga 2,5-4 sm langir með 40-50 köngulhreistur. Köngulhreistur bein, upprétt, ljósbrún, jaðrar ekki aftursveigðir, kantur reglulega bogadreginn eða dálítið framjaðraður. Hreisturblöðkur samlitar köngulhreistrinu, sem eru hárlaus utan eða með stutt hár. Fræ smá með brúnan væng, eru ár á trénu.
Uppruni
Alpafjöll, Karpatafjöll, Tékkóslóvakía. (í allt að 3000 m hæð).
Sjúkdómar
Lerkiáta
Harka
4
Heimildir
= 1, 7, http://www.pfaf
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í skógrækt, stóra garða, limgerði, skjólbelti, raðir, sem stakstætt tré.Þolir saltúða og vex ágætlega í súrum jarðvegi.
Reynsla
Allmörg gömul tré eru til í Lystigarðinum, þrífast yfirleitt vel, en kala dálítið stundum. Einnig er til eitt ungt tré sem sáð var til 1991 og gróðursett í beð 1999. Elstu eintök sem vitað eru í Mörkinni, Hallormsstað, sáð um 1904. 10 m tré er í garðinum Skrúð í Dýrafirði álíka gamalt og einnig eru tré frá þessum tíma á Akureyri. Byrjar vöxt um 15 dögum á eftir síberíulerki á vorin og lýkur vexti seinna, stendur lengi grænt, hættir við haustkali.
Útbreiðsla
Þolir saltúða og vex einnig í súrum jarðvegi.