Larix gmelinii

Ættkvísl
Larix
Nafn
gmelinii
Íslenskt nafn
Dáríulerki
Ætt
Þallarætt (Pinaceae)
Samheiti
L. dahurica
Lífsform
Lauffellandi barrtré.
Kjörlendi
Sól. Þrífst ekki í skugga.
Blómalitur
Karlblóm gulur, kvenblóm græn, rauðleit, purpura.
Blómgunartími
Síðla vors.
Hæð
-10 m
Vaxtarlag
Hávaxið, lauffellandi tré, verður 30(-50) m í heimkynnum sínum, en norðarlega á útbreiðslusvæðinu (norðan á heimskautabaug og í fjöllum) er það aðeins runni. Börkur ryðbrúnn. Króna breið-keilulaga, opin. Greinar og smágreinar láréttar. Ársprotar gulir eða rauðir, oftast hárlausir. Vetrabrum keilulaga, kvoðulaus. Brum hlífar húsa frá (hver annarri) í oddinn.
Lýsing
Barrnálar allt að 3 sm langar, snubbóttar, ljósgrænar með tveimur grágrænum loftaugarákum á neðra borði, óljós rák á efra borði. Blómin eru einkynja (hvert og eitt blóm er annað hvort karlkyns eða kvenkyns, en bæði kynin er að finna á sama trénu). Vindfrævun.Könglar 1,5-3 sm (sjaldan stærri), egglaga, gljáandi föl brúnir, köngulhreistur þverstýfð, bylgjuð. Köngulhreistur næstum flöt, glansandi brún, oftast upprétt. Hreisturblöðkur 5 mm langar, 1/3 styttri en köngulhreistrin. Fræ smá. Fellir barr seint.
Uppruni
A Asía.
Sjúkdómar
Plöntur af þessari ættkvísl eru með mikinn viðnámsþrótt gegn hunangssvepp.
Harka
Z1 Ekki viðkvæmt fyrir frosti.
Heimildir
= 1, 7, http://www:pfaf
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Stakstæð, raðir, þyrpingar. Myndar mjög auðveldlega blendinga með öðrum tegundum af ættkvíslinni. Tréð er ræktað til viðarframleiðslu í Asíu og er líka notað til prýðis í garða.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til eitt tré sem sáð var til 1994, og gróðursett í beð 2004.