Lathyrus roseus

Ættkvísl
Lathyrus
Nafn
roseus
Íslenskt nafn
Rósaertur
Ætt
Ertublómaætt (Fabaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, skjól.
Blómalitur
Djúpbleikur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
70-90 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, sem verður allt að 150 sm há. Stönglar uppréttir, hyrndir, ekki með vængi, hárlaus.
Lýsing
Lauf enda yfirleitt ekki í gripþráðum. Axlablöð allt að 1,5 sm, hálf-örlaga, lensulaga eða sýllaga. Smálauf allt að 7,5 x 2,5 sm, 1 par, egglaga-kringlótt, fjaðurstrengjótt. Klasar 1-5-blóma. Bikar stutt-bjöllulaga. Króna allt að 2 sm, djúp-bleik. Aldin allt að 5,5 x 1 sm, fölbrún, hárlaus með 5-11 fræ.
Uppruni
Tyrkland, Kákasus
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.