Ledum glandulosum

Ættkvísl
Ledum
Nafn
glandulosum
Ssp./var
v. columbianum
Höfundur undirteg.
(Piper) C. Hitche.
Íslenskt nafn
Kirtilflóki
Ætt
Lyngætt (Ericaceae).
Lífsform
Sígrænn runni.
Kjörlendi
Sól eða hálfskuggi.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Júní-júlí.
Hæð
50-150 sm
Vaxtarlag
Uppréttur, sígrænn runni.
Lýsing
Lauf 3-5 × 1 sm, mjög innundin. Aldin 4-5,5 mm, egglaga.
Uppruni
V Norður-Ameríka.
Heimildir
1
Fjölgun
Sáning, síðsumargræðlingar með undirhita, sveiggræðsla.
Notkun/nytjar
Í rök mómoldarbeð undir trjám.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til plöntur sem var sáð 1992 og gróðursettar í beð 2001 og 2009. Vetrarskýling 2001-2007. Yfirleitt ekkert eða lítið kal gegnum árin, blómstrar af og til.