Leontopodium alpinum

Ættkvísl
Leontopodium
Nafn
alpinum
Íslenskt nafn
Alpahríma
Ætt
Körfublómaætt (Asteraceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gulhvítur/hvítgrá háblöð.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
10-20 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, allt að 20 sm há. Stönglar uppréttir, ógreindir.
Lýsing
Grunnlauf spaðalaga, stöngullauf allt að 4 sm, bandlensulaga, græn ofan. Blómskipunarlauf bandlaga-aflöng, þétt hvítullhærð, stjarnan allt að 10 sm í þvermál. Körfur allt að 12 mm í þvermál, smáreifar hvassyddar, ullhærðar, jaðar og oddur himnukennd. Aldin hárlaus eða hærð.
Uppruni
Fjöll Evrópu.
Harka
4
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting að vori, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beðkanta.
Reynsla
Harðgerð-meðalharðgerð, plantan verður óeðlilega græn og slöpp í frjóum jarðvegi, töluvert breytileg tegund.
Yrki og undirteg.
L. alpinum ssp. nivale er deilitegund sem er öll mun smágerðari eða aðeins um 5 sm á hæð ogþÞykir mörgum hún enn fallegri. Ýmis yrki á boðstólnum.