Leontopodium nanum

Ættkvísl
Leontopodium
Nafn
nanum
Íslenskt nafn
Dverghríma
Ætt
Körfublómaætt (Asteraceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gulhvítur/hvítgrá háblöð.
Blómgunartími
Júní-júlí.
Hæð
- 5 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, með útblásinn blaðstilk, myndar litlar þyrpingar. Jarðrenglur stuttar, allt að 2 sm, þétt þakin brúnum, rotnandi laufum með þéttar blómlausar hvirfingar og fjölda þráðlaga hvirfingarblaða, jarðrenglur sem senda 1-5 skriðular og greinóttar brúnar renglur með hreistrur, allt að 10 sm.
Lýsing
Stönglar stakir, sjaldnar 2 eða 3, oftast 5 sm háir, sjaldan hærri, með 3-7 lauf, öll plantan er með ljósgráu gisnu lóhári og fjólublá neðantil. Stönglar þroskast oft ekki og öll plantan myndar legglaus höfuð, ekki hærri en 1,5-2 sm. Laufin langspaðalaga til spaðalaga-aflöng, hvirfingalauf allt að 20 x um 5 mm, lagglauf upprétt, allt að 1,5 sm og mjórri, jafn dúnhærð bæði ofan og neðan. Körfur (1-)3-5, blómin einkynja eða tvíkynja, mjög þátt, 6-15 mm í þvermál, stoðblöð ekkert frábrugðin stöngullaufunum, upprétt, ekki lengri en karfan, en oftar styttri, mynda ekki stjörnu. Reifar lensulaga, um 6 mm, mjó-ydd og með himnukenndan odd, brún eða næstum svört, oft græn á efra borði. Karlblóm með um 4 mm krónu, svifhárakrans um 6 mm, kvenblóm með um 6 mm krónu, svifhárakrans 8-9 mm. Svifhárakrans hvítur, ögn lengir en krónurnar og smáreifablöðin og myndar áberandi, þétta körfu.
Uppruni
Kína, Indland, Nepal, Kazakstan
Heimildir
= http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=2&taxon_id=200024167
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beðkanta.
Reynsla
Þrífst vel í Grasagarði Reykjavíkur, myndirnar eru teknar þar.