Leontopodium stracheyi

Ættkvísl
Leontopodium
Nafn
stracheyi
Íslenskt nafn
Kínahríma
Ætt
Körfublómaætt (Asteraceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gulleitur.
Blómgunartími
Júlí-september.
Hæð
12-60 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt. Jarðstönglar stinnir, greinóttir, með marga blómstöngla og blómlausa. Stönglar hálf-trékenndir, uppréttir oftast ekki greinóttir, (5-)12-60 sm háir, kirtilhærðir og stundum skúm-dúnhærð, stöngulliðir (3-)5-10 mm.
Lýsing
Laufin mjó-aflöng til aflöng-lensulaga, 20-50 sm x 3-12 mm, þétt hvítlóhærð á neðra borði, græn á því neðar, kirtilhærð eða stundum skúmhærð-dúnhærð, grunnur næstum tvíeyrður, hvassydd eða langydd. Körfur 3-11, oftast einkynja, þéttstæðar. Smástoðblöð 7-12, líkjast efstu laufunum að formi og stærð, myndar stjörnu sem er 2-6 sm í þvermál eða samsett stjarna, hvít skúmlóhærð bæði ofan og neðan, hæringin þéttari á efra borði. Reifar 4-5 mm, langhærðar, smáreifablöð í 2 eða 3 röðum, egglaga eða öfuglensulaga, 4-4,5 x 1-2 mm, með dökkbrúnan, himnukenndan jaðar. Krónur 3,5-4 mm, Fræhnetur 0,72-1 mm, dúnhærðar, karlblóm dúnhærð. Svifhár hvít.
Uppruni
Kína, Bútan, N Indland, Nepal.
Heimildir
= http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=2&taxon_id=200024179
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í kanta.
Reynsla
Reynst mjög vel og stækkar ár frá ári (L9-A04)