Leptinella dioica

Ættkvísl
Leptinella
Nafn
dioica
Íslenskt nafn
Flipaskinn
Ætt
Körfublómaætt (Asteraceae).
Samheiti
Cotula dioica
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gulgrænn.
Hæð
10 sm
Vaxtarlag
Skriðul, kjötkennd, oftast tvíkynja fjölær jurt, allt að 15 sm.
Lýsing
Lauf allt að 12 x 1,5 sm, öfugegglaga eða oddbaugótt, heil eða fjaðurskert, oft tennt, flipar eða tennur í 4-12 pörum, græn, hárlaus. Körfur allt að 7 mm í þvermál, á allt að 6 sm blómstönglum, smástoðblöð allt að 30, kvenblóm 10-80, gulgræn. Aldin allt að 2 mm, verða brún og slétt.
Uppruni
Nýja Sjáland.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð, í kanta, í hellulagnir, sem þekjuplanta.
Reynsla
Viðkvæm-meðalharðgerð, skríður nokkuð hratt og getur myndað þekju fyrir lauka eða fyllt upp í rifur í hellulögnum (í bók HS = Cotula dioica).