Leucanthemum atratum

Ættkvísl
Leucanthemum
Nafn
atratum
Íslenskt nafn
Dökkbrá
Ætt
Körfublómaætt (Asteraceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur/gul hvirfingar blóm.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
30-50 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt. Stönglar 10-50 sm háir, greindir eða ógreindir, stundum hærðir.
Lýsing
Grunnlauf spaðalaga, jaðrar bogtenntir eða flipóttir, oddur oft 3-5 tenntur, laufleggur langur, stöngullauf aflöng til bandlaga, djúp-tennt eða til fjaðurskert. Körfur 2-5 sm í þvermál, stakar. Smáreifar lensulaga tl aflöng, þær ystu með himnukenndan odd-snepil. Geislablóm hvít. Svifhárakrans oftast til staðar á aldinum.
Uppruni
Fjöll S Evrópu.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í beð.
Reynsla
Þrífst vel í Grasagarði Reykjavíkur. Myndirnar eru teknar þar.